Í karllægum heimi íþróttanna er mikilvægt að tryggja það að kynjajafnrétti sé til staðar. Í gegnum tíðina hafa konur fengið minna greitt fyrir sömu vinnu, hvort sem um er að ræða leikmenn, þjálfara, dómara, stjórnendur eða aðra. Stelpur fá jafnframt minna pláss í umræðunni um íþróttir og fá síður lof fyrir góðan árangur. Litlir hlutir skipta máli í stóra samhengingu og áðurnefnd dæmi hafa raunveruleg áhrif á stöðu kvenna í íþróttaheiminum. Til að bæta stöðuna, svo að íþróttasamfélagið sé hvetjandi umhverfi sem konur vilja vera partur af til lengri tíma, þá væri t.d. hægt að borga konum sambærileg laun á við menn, fjalla meira um þær, mæta á leiki, veita þeim viðurkenningu fyrir góð störf, og almennt styðja þær til árangurs.